Njörður
Njörður var af vanaættum en tvær kvíslar komu af goðaættum og heitir hin ættin ætt ása. Þessar ættir áttu í stríði hvor við aðra og er þær höfðu sæst þá létu vanir æsi hafa Njörð en í staðinn fengu vanir Hæni. Trúlegt er að stríði milla ása og vana sé upphaflega vegna tveggja trúarbragða, þ.e. trúar á æsi og trúar á vani. Æsir voru blótaðir til árs og friðar en vanir til sigurs og hernaðar.
Orðið Njörður er skyld indóevrópskum orðum sem merkja af, hraustur, sterkur, harður viðureignar, sbr. mannsnafnið Nero, sem merkir sterkur og hugaður.
Njörður var guð frjósemi, vinda, sjávar, fiskveiða, sjóferða, auðlegðar og sumars. Því hétu sjómenn og veiðimenn á Njörð. Þótt Njörður hafi upphaflega verið frjósemisguð þá færðist það hlutverk smátt og smátt yfir á Frey en Njörður gerist guð sjómanna þegar sjóferðir hefjast á Norðurlöndum. Rekja má dýrkunina á Nirði til danskrar gyðju, Nerþus, sem átti að tákna móður jörð. E.t.v. hefur Nerþus verið systir Njarðar.
Í Heimskringlu segir að Njörður hafi átt börn sín, Frey og Freyju, með systur sinni, en það tíðkaðist í Vanaheimi en ekki hjá ásum. En í Snorra-Eddu er talað um hjónaband Njarðar og Skaði.
Til gamans má geta þess að örnefnið Njarðvík er til á tveimur stöðum á landinu, þ.e.a.s. Njarðvík á Suðurnesjum og Njarðvík á Austfjörðum, á leið til Borgarfjarðar eystra. Á Stór- Reykjavíkursvæðinu má finna göturnar Njarðargötu, Njarðargrund, Njarðarholt og Nóatún.